Útlit fyrir eitt versta veður sem sést hefur á þessum árstíma

Reiknað er með að veðrið skelli á um kvöldmatarleytið annað kvöld og standi til miðnættis á þriðjudag. Gul viðvörun tekur þá við og stendur hið minnsta í tvo sólarhringa um land allt. Það dregur úr vindi á föstudag en hitinn hækkar ekki hratt og má reikna með snjókomu til fjalla. Raunar er spáð snjókomu á Holtavörðuheiði og Öxnadalsheiði mest alla vikuna og ætti ekki að koma ó óvart að færð spillist þar sem og á Vatnsskarði og Þverárfjalli. SKJÁMYND
Reiknað er með að veðrið skelli á um kvöldmatarleytið annað kvöld og standi til miðnættis á þriðjudag. Gul viðvörun tekur þá við og stendur hið minnsta í tvo sólarhringa um land allt. Það dregur úr vindi á föstudag en hitinn hækkar ekki hratt og má reikna með snjókomu til fjalla. Raunar er spáð snjókomu á Holtavörðuheiði og Öxnadalsheiði mest alla vikuna og ætti ekki að koma ó óvart að færð spillist þar sem og á Vatnsskarði og Þverárfjalli. SKJÁMYND

Í tilkynningu frá almannavörnum á Norðurlandi vestra segir að vonskuveðrið sem spáð var í gær verði væntanlega enn verra en spáð var. Veðurstofan hefur uppfært veðurviðvörun sína úr gulri í appelsínugula frá mánudagskvöldinu 3. júní og fram á aðfaranótt miðvikudags en þá tekur við gul veðurviðvörun fram á aðfaranótt föstudags.

Raunar er ekki annað að sjá á veðurspá Veðurstofunnar en að hér á Norðurlandi vestra verði veðrið verst á fimmtudaginn. Spáð er hríðarveðri.

Í tilkynningu almannavarna eru bændur hvattir til að huga að búfénaði og koma þeim í skjól. „Vegfarendur eru jafnframt hvattir til þess að fylgjast með upplýsingasíðum Vegagerðarinnar sem og Veðurstofunnar á www.vegag.is og www.vedur.is en þessi veðurspá er með þeim verri sem að sést hafa á þessum árstíma og full ástæða til að taka henni alvarlega. Reikna má jafnframt með samgöngutruflunum sökum þessa.

„Norðvestan 13-20 m/s. Rigning eða slydda nærri sjávarmáli, annars snjókoma. Hvassast og úrkomumest austantil á svæðinu. Lausamunir geta fokið. Ferðalög geta verið varasöm, sérílagi á ökutækjum sem eru viðkvæm fyrir vindi. Snjór getur sest á vegi, einkum fjallvegi, með erfiðum akstursskilyrðum eða jafnvel ófærð. Huga þarf að því að koma búfénaði í skjól. Mikill kuldi og vosbúð fyrir útivistarfólk,“ segir í spánni.

Mikil úrkoma fylgir þessu veðurkerfi sem ætlar að staldra við út vikuna fyrir austan land. Þannig er reiknað með að úrkomumet verði slegið á Akureyri en RÚV hefur eftir Einari Sveinbjörnssyni veðurfræðingi að reikna megi með 130 mm úrkomu þar á þremur dögum. Mesta heildarúrkoma sem mælst hefur á Akureyri í júní er 112 mm.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir