Urðarbraut 15 valið Jólahús ársins 2020 á Blönduósi

Húsið við Urðarbraut 15. Mynd:huni.is
Húsið við Urðarbraut 15. Mynd:huni.is
Húnahornið stóð fyrir vali á Jólahúsi ársins á Blönduósi meðal lesenda sinna, rétt eins og gert hefur verið mörg undanfarin ár en þetta mun vera 19. árið sem svo er gert. Að þessu sinni var það húsið að Urðarbraut 15 sem hlaut heiðusrnafnbótina Jólahús ársins 2020 á Blönduósi.
 
Í frétt á huna.is segir:
„Húsið er ríkulega skreytt jólaljósum sem fangar hinn sanna jólaanda og sannarlega vel að viðurkenningunni komið. Eigendur hússins eru Heiðar Þórsson og Guðrún Björk Elísdóttir. Þetta er í fyrsta sinn sem hús við Urðarbraut fær þessa viðurkenningu í þessum skemmtilega jólaleik.

Þau hús sem tilnefnd voru oftast, fyrir utan Urðarbraut 15, voru Sunnubraut 1, Mýrarbraut 35 og Brekkubyggð 17. Þegar allar tilnefningar voru taldar hlaut Urðarbraut 15 þær flestar," segir í frétt á huna.is. 

Nokkur dæmi um umsagnir sem húsið fékk:

„Skemmtilegar skreytingar og þarna svífur jólaandinn yfir vötnum“
„Fallega skreytt, ríkulegt af fallegum jólaljósum“
„Falleg jólaljós sem gaman er að horfa á og skoða“
„Mjög jólalegt og fallegt hús“
„Virkilega fallegar og skemmtilegar skreytingar“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir