Tveggja metra regla

Björn Jóhann í hátíðargallanum. AÐSEND MYND
Björn Jóhann í hátíðargallanum. AÐSEND MYND

ÁR ÞÚ VEIST HVAÐ :: „Merkilegt hvað við eigum marga tuðara, sem vita allt best og hafa allt á hornum sér,“ segir Björn Jóhann Björnsson, aðstoðarfréttastjóri á Morgunblaðinu, þegar Feykir spyr hann um uppgötvun ársins. Björn Jóhann flutti fyrir margt löngu af Hólaveginum á Króknum og býr nú í Kópavogi, er naut og passar í skó í númerunum 45-46. Hann á þrjú orð yfir árið 2020 og þau eru: „Tveggja metra regla.“

Hver er maður ársins? Heilbrigðisstarfsmenn, allt frá ræstitækni spítalanna til Ölmu landlæknis og allir þar á milli, eins og Þórólfur sóttvarnalæknir, konan mín, Edda Traustadóttir, og Víðir fær að fljóta með. Ef ekki hefði verið fyrir covid þá hefði Jürgen Klopp verið maður ársins að mínu mati. Honum tókst að gera nokkuð sem forverum hans í starfi hafði ekki tekist í 30 ár. Þeir sem ekki vita hvað ég er að tala um, geta fletta upp í markaskrá Akrahrepps.

Hver var uppgötvun ársins (fyrir utan bóluefni við þú veist hvað)? Merkilegt hvað við eigum marga tuðara, sem vita allt best og hafa allt á hornum sér.

Hvað var lag ársins? Takk fyrir mig, með Ingó veðurguð.

Hvað var broslegast á árinu? Setningin frá Ísafirði: ,,Það þekkti enginn þetta Covid.”

Hvað var það sem þú sérð mest eftir að hafa ekki geta gert á árinu vegna þú veist hvað? Sé mest eftir að hafa ekki komist oftar norður að hitta fjölskyldu og vini. Það er farið að ganga á skagfirska súrefniskútinn.

Varp ársins? Heima með Helga Björns.

Matur eða snakk ársins? Take away hjá Sumac.

Hverju viltu skella á brennuna og hvers vegna? Öllum dagatölum fyrir árið 2020, út af dotlu.

Hver var helsta lexía ársins? Mikilvægi þess að njóta hverrar stundar með þínum nánustu. Eigum bara eitt líf, eftir því sem best er vitað. Einnig kom í ljós hve mikilvægt er að passa línurnar. Þær vilja reglulega riðlast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir