Tilkynning frá kjörstjórn Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi!
Kjörstjórn póstkosningar Framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi hefur ákveðið vegna strangra sóttvarnarreglna sem skapað hafa verulega erfiðleika við framkvæmd póstkosningarinnar að fresta kosningunni um 15 daga. Frestunin byggir á heimild í reglum um póstkosningu 40.gr.
Eftirfarandi breytingar verða á dagsetningum:
Framboðsfrestur til þátttöku í póstkosningunni rennur út þriðjudaginn 1. febrúar 2021, kl. 12:00 á hádegi.
Kjörskrá verður gerð samkvæmt félagatali 16. janúar 2021.
(Frestur til skráningar á félagatal er til kl. 24:00 16. Janúar 2021)
Framboðum skal skila til formanns kjörstjórnar, Valgarðs Hilmarssonar, á netfangið vallih@centrum.is. Formaður veitir einnig frekari upplýsingar.
Atkvæðisseðlar verða sendir út 16. febrúar og er frestur til að skila þeim inn til og með 13. mars 2021. Kosið verður um 5 efstu sæti listans. Sjá nánar inn á framsokn.is.
/Fréttatilkynning
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.