Svavar Knútur á ferðinni í júní að kynna nýja plötu

Svavar Knútur söngvaskáld fagnar þessa dagana útgáfu á nýjustu plötu sinni, Ahoy! Side B, með tónleikum um landið vítt og breitt og auðvitað er mikilvægt að heimsækja frændfólk, vini og ættingja. Þar á meðal á Sauðárkróki, Siglufirði og Blönduósi, þar sem Svavar Knútur heldur tónleika nú í júní. Svavar er nýlentur aftur á landinu eftir vel heppnaðar tónleikaferðir um bæði Evrópu og Ástralíu og finnst fátt betra en að lenda á hlaupum og hefjast handa við að gleðja landann.

Samhliða Ahoy! Side B kemur út Tvöfaldur vínill, Ahoy!, þar sem Side B rennur saman við systurplötu sína Ahoy! Side A, sem kom út 2018. Loksins sameinaðar!

Á tónleikunum mun Svavar Knútur syngja lög vítt og breitt af ferli sínum og segja sögur af ferðlögum, löndum og lýðum. Börn eru auðvitað velkomin í fylgd með foreldrum.

Svavar Knútur hefur getið sér gott orð fyrir fallegar útgáfur af sígildum íslenskum lögum, en einnig fyrir sín eigin frumsömdu lög, sem eru bæði þjóðleg og um leið með ferskum blæ og nýjum sjónarhornum. Húmorinn er heldur aldrei langt undan á tónleikum með Svavari Knúti, enda er húmor ómetanlegur hæfileiki til að lifa af í harðbýlu landi.

Aðgangseyrir er litlar kr. 3.500, en ókeypis er fyrir börn og unglinga undir 18 ára í fylgd með foreldrum eða afa/ömmu.

Tónleikar í umdæmi Feykis verða:

5. júní - Sauðárkrókur - Grána
6. júní - Siglufjörður - Segull 67
19. júní - Blönduós - Krúttið

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir