Styrkir til æskulýðsstarfs vegna COVID-19

Mynd: stjornarradid.is/Hari
Mynd: stjornarradid.is/Hari

Félagasamtök sem standa fyrir skipulögðu starfi fyrir börn og ungmenni geta nú sótt um styrki til átaksverkefna í æskulýðsstarfi eða vegna tekjutaps félaga vegna COVID-19. Umsóknafrestur vegna þessa er til og með 24. júní nk.  Heildarframlag til þessa verkefnis nemur alls 50 milljónum kr. og er það liður í tímabundnu fjárfestingarátaki stjórnvalda til að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu.

„Áhrifa COVID-19 gætir með margvíslegum hætti og ég tel brýnt að við hugum vel að áhrifum þess á unga fólkið okkar og þeirra félagsstarf. Við búum að gróskumiklu félagsstarfi fyrir út um allt land, sem brýnt er að geti haldið áfram að blómstra,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.

Umsóknum um styrki skal fylgja greinargóð lýsing á verkefninu sjálfu og markmiðum þess, upplýsingum um aðstandendur og fyrirhugað verklag við framkvæmd þess, ásamt tíma- og kostnaðaráætlun. Njóti umsækjandi annarra styrkja eða framlaga vegna verkefnisins skal gera grein fyrir slíkum framlögum eða styrkjum í umsókn.

Við mat á umsóknum verður einkum byggt á eftirtöldum viðmiðum:
- Að um sé að ræða verkefni sem styðji við þátttöku barna og ungmenna með fjölbreyttri starfsemi á sviði æskulýðsstarfs.
- Að hægt sé að sýna fram á veruleg neikvæð áhrif á afkomu félagsins vegna samkomubannsins. 
- Að verkefnið hefjist eigi síðar en 1. september 2020 og verði lokið fyrir 1. apríl 2021.
- Að ítarlegar upplýsingar um verkefnið auk tímaáætlunar liggi fyrir.

Sjá nánar hér: https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/auglysingar/auglysing/2020/06/19/Styrkir-til-aeskulydsfelaga-vegna-ahrifa-COVID-19/

 /Tilkynning frá mennta- og menningarmálaráðuneyti

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir