Sigurjón segir Vegagerðina vanmeta tjón af grjótkasti á Þverárfjalli

Lokahnykkurinn á Þverárfjallsvegi er mun öruggari en sá gamli í Refasveitinni en mikið grjótkast var á nýja kaflanum og töluvert um rúðubrot. MYND: HING
Lokahnykkurinn á Þverárfjallsvegi er mun öruggari en sá gamli í Refasveitinni en mikið grjótkast var á nýja kaflanum og töluvert um rúðubrot. MYND: HING

Talsvert bar á kvörtunum vegna rúðubrota í kjölfar grjótkasts í vetur eftir að nýr vegur milli Blönduóss og Skagastrandar var tekinn í gagnið í október. Í vor sendi Sigurjón Þórðarson, varaþingmaður Flokks fólksins, fyrirspurn til innviðaráðherra um tjónið sem vegfarendur hafa orðið fyrir vegna grjótkasts „frá misheppnaðri klæðningu á nýlögðum Þverárfjallsvegi.“

Sigurjón segir að þegar farið sé yfir svör Vegagerðarinnar við fyrirspurninni þá sé augljóst að forsvarsmenn stofnunarinnar vanmeti stórlega tjón vegfaranda. „Matið er í hróplegu ósamræmi við fjölda rúðuskipta verkstæða á svæðinu,“ segir Sigurjón. „Það er áhyggjuefni að innviðaráðherra víkji sér undan því að fá greinarbetri upplýsingar um skaðann í samvinnu við tryggingafélögin, en upplýsingarnar hljóta að vera mikilvægar og hvatning til að breyta og bæta verklag við vegagerð.“

Hann bætir við að það sem honum finnist jákvætt sé að þær aðgerðir sem Vegagerðin greip til í kjölfar háværar umræðu um grjótkastið virðist hafa skilað miklum árangri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir