Rekstrarleyfi fiskeldis endurnýjuð til tveggja aðila í Hjaltadal
Matvælastofnun hefur endurnýjað rekstrarleyfi til tveggja aðila vegna fiskeldis í Hjaltadal í Skagafirði. Annars vegar er um að ræða Háskólann á Hólum og hins vegar Öggur á Kjarvalsstöðum sem er skammt utan Hólastaðar. Matvælastofnun auglýsti tillögu að rekstrarleyfi á vef stofnunarinnar þann 2. nóvember 2020 og var frestur til að skila inn athugasemdum til 30. nóvember 2020.
Hólaskóli – Háskólinn á Hólum sótti um endurnýjun á rekstrarleyfi vegna 20 tonna lífmassa á klak-, seiða- og áframeldi á bleikju í landeldisstöð sinni, Bleikjukynbótastöðinni á Hólum. Úttekt starfsstöðvar hefur farið fram og staðfestir Matvælastofnun gildistöku rekstrarleyfis en starfsemin er einnig háð starfsleyfi Umhverfisstofnunar.
Öggur ehf. sótti um nýtt á rekstrarleyfi vegna 12 tonna hámarkslífmassa á seiða- og matfiskeldi á bleikju að Kjarvalsstöðum við Hjaltadalsá í Hjaltadal. Úttekt starfsstöðvar hefur farið fram og staðfestir Matvælastofnun gildistöku rekstrarleyfis Aggar ehf. Starfsemi Aggar er einnig háð starfsleyfi Umhverfisstofnunar.
Á heimasíðu Mast segir að heimilt sé að kæra ákvörðun Matvælastofnunar um útgáfu rekstrarleyfanna til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og er kærufrestur til 12 mars.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.