Rabb-a-babb 193: Guðmundur Haukur
Nafn: Guðmundur Haukur Jakobsson.
Árgangur: Eðal árgangurinn 1975.
Fjölskylduhagir: Giftur Kristínu Ósk Bjarnadóttir og eigum fjórar frábærar dætur og sýnishorn af hundi, Chihuahua.
Búseta: Blönduós.
Hverra manna ertu og hvar upp alin/n: Foreldrar mínir eru Jakob Guðmundsson og Sigurbjörg Auður Hauksdóttir, Kobbi og Aua. Fæddur og uppalinn á Blönduósi.
Starf / nám: Ég er lærður matreiðslumaður, er pípulagnameistari, á og rek N1 píparann á Blönduósi ásamt mági mínum. Er oddviti og formaður bæjarráðs á Blönduósi og hef séð um rekstur Félagsheimilisins á Blönduósi með frúnni í nokkur ár.
Hvað er í deiglunni: Það er alltof mikið eins og venjulega.
Rabbið:
Hvernig nemandi varstu? Ég held ég hafi bara verið sæmilegur nemandi en hef nú ekki sérstaklega gaman af því að sitja á skólabekk.
Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? Leðurjakkinn og flugustöngin.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Sjómaður var eitthvað sem heillaði á sínum tíma.
Hvert var uppáhalds leikfangið þitt þegar þú varst krakki? Veiðistöngin og bryggjan var nú vinsælt combo, a.m.k. yfir sumartímann.
Besti ilmurinn? Af rjúpunum.
Hvar og hvenær sástu núverandi maka þinn fyrst? Í grunnskólanum á Blönduósi.
Hvað varstu að hlusta á þegar þú fékkst bílprófið? Til dæmis Bon jovi, Guns´n roses.
Hvernig slakarðu á? Í veiði, sem ég geri of lítið af, lay z boy stóllinn já og í pottinum.
Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu? Er svona syrpu kall, tek þáttaseríur og ef ég byrja þá má helst ekki missa af.
Besta bíómyndin? Bravehart , Bourne myndirnar og margar fleiri.
Hvaða íþróttamanni hefurðu mestar mætur á? Guðjóni Val , ótrúlegt eintak.
Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili? Ég veiði allavega mest.
Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? Eitt af þeim er reyksoðinn lax með kaldri hvítvínssósu
Hættulegasta helgarnammið? Bjór.
Hvernig er eggið best? Spælt ofan á brauði með smjöri og rauðkáli og að sjálfsögðu beikoni.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Á of erfitt með að segja nei og gleymska til að toppa það.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? No comment.
Uppáhalds málsháttur eða tilvitnun? Það sem hefur aldrei gerst getur alltaf gerst aftur.
Hver er elsta minningin sem þú átt? Þegar ég hitti Halla (bróðir Ladda) á Hótelinu á Blönduósi og hann gaf mér strump.
Þú vaknar einn morgun í líkama frægrar manneskju og þarft að dúsa þar einn dag. Hver værirðu til í að vera og hvað myndirðu gera? Ekki hugsað útí það.
Hver er uppáhalds bókin þín og/eða rithöfundur? Ég sest aldrei niður með bók.
Orð eða frasi sem þú notar of mikið? Haltáketti.
Hvaða þremur persónum vildirðu bjóða í draumakvöldverð? Guðmundi og Hauki öfum mínum og Sigurjóni langafa, það yrði örugglega skemmtilegt spjall.
Ef þú gætir farið til baka í tímann, hvert færirðu? Í Blöndu þegar hún var mórauð og full af laxi, það voru geggjaðir flestir veiðdagarnir á þeim tíma.
Hver væri titillinn á ævisögu þinni? Kokkurinn er pípari.
Framlenging:
Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu.. Höldum okkur heima.
Bucket list spurningin: Nefndu eitthvað þrennt sem þér finnst þú mega til að gera áður en þú gefur upp öndina: Fara á leik með Liverpool, fara í einhverja geggjaða laxveiði og komast oftar á veiðar .
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.