Nemendur í Höfðaskóla hlutskarpastir í stuttmyndakeppni

Stúlkurnar sigursælu. Mynd:hofdaskoli.is
Stúlkurnar sigursælu. Mynd:hofdaskoli.is

Í nóvember stóð yfir stuttmyndakeppni á landsvísu fyrir 8. -10. bekkinga og var þemað kvikindi í hvaða formi sem er. Nemendur unglingastigs í Höfðaskóla á Skagaströnd unnu með ævintýraþema í nóvember og þótti því tilvalið að hafa eitt verkefnið sem stuttmynd sem væri þá hægt að skila inn í keppnina. Sagt er frá þessu á vef Höfðaskóla

Nemendur Höfðaskóla sendu alls fjórar stuttmyndir í keppnina. Í dag voru úrslit kynnt og þær Arnrún Hildur, Helga Margrét, Ísabella Líf, Karen Líf og Sóley Sif unnu til fyrstu verðlauna með myndinni Gilitrutt. Í umsögn dómnefndar segir að myndin sé heildstæð og í henni vel hugað að mismunandi þáttum kvikmyndagerðar s.s. búningum og sviðsmynd, leik, kvikmyndatöku og klippingu auk þess sem sagan sé skemmtilega útfærð og skili sér vel til áhorfenda.

Hér er slóð á myndbandið þar sem úrslit voru kynnt og þar má sjá sigurmyndina og stutt viðtal við stelpurnar.https://veita.listfyriralla.is/verdlaunaafhending/

Hér er svo slóð þar sem hægt er að sjá þær þrjár myndir sem urðu efstar: 
https://veita.listfyriralla.is/verdlaunahafar/ 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir