Miklar hitasveiflur orsök tjörublæðinga

Myndin sýnir hvernig bikið hleðst á bílinn. Mynd: vegagerdin.is
Myndin sýnir hvernig bikið hleðst á bílinn. Mynd: vegagerdin.is

Tjörublæðingar eins og þær sem nú eru í stórum stíl á veginum frá Borgarfirði norður í Skagafjörð koma í kjölfar mikilla sveifla í hitafari síðustu daga. Blæðingar eru alþjóðlega þekktar en miklar hitasveiflur á skömmum tíma eins og oft einkennir íslenskt veðurfar gerir bikblæðingar af þessu tagi algengari hér en víða annars staðar. Þetta segir í frétt á vef Vegagerðarinnar frá því í morgun.

Þar segir að Vegagerðin hafi farið yfir alla þá kafla sem um ræðir og aftur hafi verið farið af stað strax í birtingu. Úrræðin séu fyrst og fremst þau að hreinsa burtu bik sem er á yfirborði og verður unnið að því í dag. Búið sé að merkja þá kafla sem um ræðir en til skoðunar sé að takmarka leyfðan þunga ökutækja.

Í fréttinni segir að blæðingar af þessu tagi verði í þeirri klæðingu sem þeki stóran hluta vegakerfisins. Malbik er lagt á umferðarmestu vegina og nær það nú út frá Reykjavík að Borgarnesi og að Þjórsárbrú og einnig út frá Akureyri. Blæðingar af þessu tagi eiga sér ekki stað í malbiki. Milbikið er hins vegar mun dýrari lausn en klæðning og hefur því orðið fyrir valinu á miklum meirihluta vegakerfisins.

Verði vegfarendur fyrir tjóni af þessum völdum, eða hafði orðið fyrir tjóni, er best að fylla út tjónaskýrslu á vef Vegagerðarinnar á þessari síðu http://www.vegagerdin.is/thjonusta/tilkynning-um-tjon/. Ef einungis er þörf á þrifum er rétt að hafa samband við næstu þjónustustöð Vegagerðarinnar eða skoðunarmann í Reykjavík í síma 898-3210

Sjá nánar frétt á vef Vegagerðarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir