Mette og Skálmöld frá Þúfum tóku fjórganginn

Mynd af FB síðu Meistaradeildar KS.
Mynd af FB síðu Meistaradeildar KS.

Fyrsta mót ársins í Meistaradeild KS fór fram í Reiðhöllinni Svaðastöðum í gærkvöldi þar sem keppt var í fjórgangi. Mette Mannseth og Skálmöld frá Þúfum stóðu uppi sem sigurvegarar, þriðja árið í röð.

Á Facebook-síðu Meistaradeildar KS segir að mótið hafi gengið vel fyrir sig þar sem knapar létu ekki bíða eftir sér. Nýjar sóttvarnarreglur gáfu leyfi fyrir ákveðnum fjölda áhorfenda í sal sem skapaði skemmtilega stemningu en einnig var mótið sent út á Tindastól TV.

Sigurvegari kvöldsins var Mette Mannseth á Skálmöld frá Þúfum með einkunnina 7,60 en þær vinkonur sigra þessa grein þriðja árið í röð. Í öðru sæti endaði Randi Holaker með Þyt frá Skáney, þriðja sæti Védís Huld Sigurðardóttir og Hrafnfaxi frá Skeggsstöðum og jafnir í 4.-5. sæti urðu Bjarni Jónasson með Hörpu Sjöfn frá Hvolsvelli og Þórarinn Eymundsson með Hnjúk frá Saurbæ.

Það var lið Uppsteypu sem sigraði liðakeppnina og er staðan þannig eftir fyrsta mót: 
Uppsteypa 44,5 stig
Hrímnir 43,5 stig
Storm Rider 43 stig
Íbishóll 40,5 stig
Hofstorfan 39,5 stig
Equinics 38,5 stig
Þúfur 36 stig
Leiknisliðið 22,5 stig
 

Sjá nánar um úrslit HÉR

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir