Lee Ann nýr formaður Heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra
Lee Ann Maginnis er nýr formaður Heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra en í það embætti var hún kosin á fundi nefndarinnar í gær. Lee Ann er búsett á Blönduósi, fædd árið 1985 og menntuð sem lögfræðingur og kennari. Hún starfar í dag sem umsjónarmaður dreifnáms Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra.
Á heimasíðu nefndarinnar kemur fram að auk Lee Ann sitja í nefndinni Ína Ársælsdóttir Húnaþingi vestra varaformaður, Haraldur Þór Jóhannsson Skagafirði, Margrét Eva Ásgeirsdóttir Skagafirði, Nanna Árnadóttir Fjallabyggð, og Guðný Kristjánsdóttir, fulltrúi SA. Starfssvæði nefndarinnar er víðfeðmt, en það nær frá og með Fjallabyggð í austri og vestur til Borðeyrar og alla leið suður á Hveravelli.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.