Jólalag dagsins – Saga úr Reykjavík

Lagið Saga úr Reykjavík er þýðing Braga Valdimars Skúlasonar á einu vinsælasta jólalagi síðari tíma Fairytale of New York með bresk-írsku keltnesku pönkhljómsveitinni The Pogues. Lagið er samið af Jem Finer og Shane MacGowan og kom upphaflega út á smáskífu 23. nóvember 1987 og síðar á plötu Pogues frá 1988 Ef ég ætti að falla frá náð með Guði.

Íslenska útgáfan, Saga úr Reykjavík, var flutt í jólaþætti Atsins 2002 á RÚV en hljómsveitin kallaði sig þar Lone og skartaði meðal annarra Sigurði Guðmundssyni, Ragnheiði Gröndal og Guðmundi Steingrímssyni. Textinn er ekki um hinn hefðbundna jólaanda sem flestir vilja upplifa. En því miður eru ekki allir sem eiga ánægjuleg jól eins og sjá má í textanum.

Það var Þorláksmessa myrkrið vakti mig
mér fannst eitt augnablik — að allt vær’aftur gott
Þá sá ég stjörnu sem starði niðrá mig
ég hysjaðuppum mig – og hafði mig á brott.

Ég hraktist heim á leið og upp í bólið skreið.
Ég keypti lottó — og kannski vinnum við.
Æ, elsku krúttið mitt, það eru jólin! 
Við skulum þrauka þau – og þykjast, eins og hin.

Það að flytja í borg er víst betra en allt,
þó bévítans frostið sé alveg jafn kalt.
Ég leiddi þig blind því þú lofaðir mér
að lifa við myndum í paradís hér.

Þú varst flottur — þú fögur það flug’um þig sögur, 
en við höfðum hvort annað og okkur var rótt.
Við héldum í bæinn og Haukur tók „Fræin“
við kysstumst á ísnum við Iðnó þá nótt.

Það var róni út við ráðhúsið að raula „Heims um ból“
meðan Hallgrímskirkja hringd’inn enn ein jól.

Þú þvagbrennda svín — þú með töflur og vín
og getur þig tæpleg’úr rúminu reist.
Þú daunilla bytta og duglausa lydda
þú mátt takessi jól þín og troða — þú veist!

Það var róni uppi í ráðhúsi að rymja „Heims um ból“
meðan Hallgrímskirkja hringdá enn ein jól.  

Ég vildi meikaða — en varst of veikgeðja
þér tókst að kæfa allt sem mér var kærast.
Ég reyndað elska þig eins og sjálfan mig.
Það er fyrir harðræðið, sem hjörtu okkar bærast.

Það er blánefjaður barnakór að baula heims um ból
meðan Hallgrímskirkja hefur enn ein jól.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir