Jólalag dagsins - Helga himneska stjarna
Jólalag dagsins samdi Steinn Kárason á aðfangadagskvöld á Sauðárkróki árið 1969, þá 15 ára gamall en ljóðið við lagið orti Sigurbjörn Einarsson árið 2004. Mótunarferli lagsins tók því 35 ár.
Að sögn Steins var lagið frumflutt í Dómkirkjunni 13. júní 2004 af kór kirkjunnar undir stjórn Marteins H. Friðrikssonar en á annan í jólum sama ár var það flutt í Ríkisútvarpinu. Hrólfur Sæmundsson, bariton, söng við orgelundirleik Steingríms Þórhallssonar. Eiríkur Hilmisson annaðist þá hljóðupptöku.
Þorbergur Jósepsson söng sálminn í Sauðárkrókskirkju á nýársdag 2005 og síðan þá hefur lagið verið flutt víða. Hér er lagið í flutningi Schola cantorum og kammersveitar undir stjórn Harðar Áskelssonar í Hallgrímskirkju.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.