Jólaferð smáframleiðenda

Ferðaáætlun smáframleiðendabílsins í desember. Mynd: Facebooksíða Vörusmiðjunnar Biopol.
Ferðaáætlun smáframleiðendabílsins í desember. Mynd: Facebooksíða Vörusmiðjunnar Biopol.

Bíll smáframleiðenda verður á ferðinni um Norðurland vestra þessa vikuna með viðkomu á níu stöðum allt frá Borðeyri og austur í Fljót. Smáframleiðendur, í samstarfi við Vörusmiðjuna BioPol á Skagaströnd, hafa verið á ferðinni um svæðið reglulega frá því í sumar og óhætt er að segja að þessi nýstárlegi verslunarmáti hafi mælst vel fyrir meðal íbúa enda er vöruúrvalið ótrúlega fjölbreytt.

Bíllinn hefur viðkomu á Skagaströnd og Blönduósi í dag, þriðjudag, í Fljótum á morgun og á Borðeyri og Hvammstanga á fimmtudag. Á föstudag verður hann svo á Sauðárkróki og Hólum og loks á Hofsósi og í Varmahlíð á laugardag. Hægt er að kynna sér áætlun bílsins og vöruúrval nánar á Facebooksíðu Vörusmiðjunnar Biopol og einnig geta þeir sem þess óska pantað vörur í netverslun Vörusmiðjunnar, https://verslun.vorusmidja.is/, og fengið afhent á viðkomustöðum bílsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir