Innlit hjá Karólínu í Hvammshlíð á N4
Karólína Elísabetardóttir sem jafnan er kennd við Hvammshlíð býr á mörkum tveggja sýslna á þeim slóðum sem vegurinn yfir Þverárfjall liggur hæst. Karólína er þýsk að uppruna en settist að á Íslandi fyrir margt löngu og unir hag sínum vel. Karólína keypti jörðina Hvammshlíð sem hafði þá verið í eyði síðan 1888 en víðernin heilluðu hana og þar nýtur hún frelsisins.
Karólína er mikil athafnakona og það nýjasta sem hún er að sýsla við er framleiðsla osta sem hún hefur gefið heitið Hvammshlíðarostar. Sjónvarpsmennirnir á N4, þeir Tjörvi Jónsson og Karl Eskil Pálsson heimsóttu Karólínu á aðventunni og spjölluðu við hana um ostaframleiðsluna og margt fleira.
Viðtalið má nálgast hér: https://n4.is/player?v=R-WsHDGQeVY
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.