Holtastaðakirkja og Sveinsstaðaskóli hlutu styrk úr Húsafriðunarsjóði
Húsafriðunarsjóður hefur úthlutað styrkjum til 36 verkefna en hér er um aukaúthlutun að ræða sem er þáttur í aðgerðum til að vinna gegn samdrætti vegna Covid-faraldursins. Ríkisstjórnin veitti 100 milljónum króna sem viðbótarframlagi í húsafriðunarsjóð, sem nýta skyldi til að veita styrki í atvinnuskapandi verkefni á svæðum sem verða fyrir hvað mestum efnahagslegum þrengingum vegna faraldursins.
Mennta- og menningarráðuneytið fól Minjastofnun Íslands að ákveða verklag við úthlutun 60 milljóna króna í samráði við húsafriðunarnefnd en 40 milljónir runnu til Húsasafns Þjóðminjasafns Íslands.
Tveir styrkir runnu til verkefna á Norðurlandi vestra. Holtastaðakirkja hlaut styrk upp á 1.800.000 krónur og Sveinsstaðaskóli var styrktur um 3.000.000 krónur.
Nánar um styrkúthlutunina á vef Minjastofnunar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.