Helgihald um hátíðirnar
Helgihald verður með talsvert öðru sniði þessi jólin en fólk á að venjast. Ljóst er að ekki verður um hefðbundnar guðsþjónustur að ræða í kirkjum landsins vegna fjöldatakmarkana af völdum COVID-19. Kirkjan hefur því tekið á það ráð að streyma helgistundum og gefa sóknarbörnum þannig kost á að fá guðsþjónusturnar heim í stofu.
Í Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi verður helgihald með eftirfarandi hætti:
Í HÚNAVATNSSÝSLUM:
Ljósastund í Hvammstangakirkju á Þorláksmessu kl. 17:00. Frekari upplýsingar eru á Facebooksíðu Hvammstangakirkju.
Aftansöngur í Melstaðarkirkju á aðfangadag kl. 16.15. Stundinni verður streymt á Facebooksíðu Melstaðarprestakalls.
Hátíðarguðsþjónusta í Blönduósskirkju, aðfangadag kl. 18:00.
Hátíðarguðsþjónusta í Hólaneskirkju , jóladag kl. 14:00.
Upptökur frá guðsþjónustunum verða á Youtube á heimasvæði Skotta Film TV (farið inn á youtube.com og sláið inn leitarorðin Skotta Film TV) og jafnframt munu þær birtast á heimasíðu Þingeyraklaustursprestakalls og heimasíðu Skagastrandarprestakalls.
Í SKAGAFIRÐI:
Aftansöngur í Miklabæjarkirkju aðfangadagskvöld kl. 18:00.
Helgistund á aðfangadagskvöld í Sauðárkrókskirkju kl. 22.30.
Hátíðarguðsþjónusta í Glaumbæjarkirkju jóladag kl. 11:00.
Hátíðarguðsþjónusta í Hóladómkirkju á jóladag kl. 14:00.
Hátíðarguðsþjónusta í Hofsósskirkju gamlársdag kl. 18:00.
Hátíðarguðsþjónusta í Sauðárkrókskirkju nýársdag kl. 11:00.
Upptökur frá guðsþjónustunum verða á Youtube á heimasvæði Skotta Film TV (farið inn á youtube.com og sláið inn leitarorðin Skotta Film TV) og jafnframt munu þær birtast á Facebook síðunni Kirkjan í Skagafirði.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.