Gul veðurviðvörun

Gular viðvaranir í dag. Kort:Veðurstofan
Gular viðvaranir í dag. Kort:Veðurstofan

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veðurviðvörun fyrir Strandir og Norðurland vestra sem gildir frá klukkan 16 og til miðnættis. Lægð fer yfir landið í dag og henni fylgir talsverð úrkoma og vindur. Spáð er allhvassri eða hvassri norðaustanátt og talsverðri eða mikilli rigningu á Ströndum. Búast má við auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum sem eykur hættu á flóðum og skriðuföllum. Veðrið verður slæmt til útivistar.

Gular viðvaranir eru einnig í gildir fyrir Vestfirði og miðhálendið. Fólk á ferðalagi er hvatt til að fylgjast vel með þeim og fylgj­ast með hvort nýj­ar viðvar­an­ir verði gefn­ar út fyr­ir helg­ina.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag er gert ráð fyrir norðan 10-18 m með kalsarigningu og jafnvel slyddu eða snjókomu til fjalla. Á sunnudag lægir vind og styttir upp síðdegis.

/SHV

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir