FNV keppir í Gettu betur í kvöld

Lið FNV við æfingar. Mynd:fnv.is
Lið FNV við æfingar. Mynd:fnv.is

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra tekur þátt í Gettu betur, spurningakeppni íslenskra framhaldsskóla sem Ríkisútvarpið stendur fyrir árlega. Lið skólans er eitt þeirra sex liða sem ríða á vaðið í keppninni í ár en það mætir Kvennaskólanum í Reykjavík í kvöld, mánudaginn 4. janúar klukkan 20.20. Viðureigninni verður streymt frá vef RÚV núll.

Lið FNV skipa þau Jódís Helga Káradóttir, Óskar Aron Stefánsson og Halldór Smári Gunnarsson.

Í ár taka 26 skólar þátt í keppninni og fer fyrsta umferð fram dagana 4.-7. janúar. Hægt verður að fylgjast með öllum viðureignum fyrstu umferðar í streymi frá vef RÚV núll. Önnur umferð fer fram 12. og 13. janúar og verður viðureignunum þá einnig útvarpað á Rás 2. Þann 5. febrúar hefjast sjónvarpsútsendingar frá Gettu betur og sjálf úrslitaviðureignin fer svo fram 19. mars. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir