Feykir poppar popp ársins 2020
Árið 2020 var undarlegt með allar sínar hömlur, boð og bönn sem flestir hefðu nú sennilega hlegið að fyrir ári að við létum yfir okkur ganga að mestu möglunarlaust. Tónlistarfólk létti okkur þó lífið með flutningi yfir net og sjónvarp. Á árinu kom út fullt af fínni músík og diskóið gekk aftur, fullt af glimmer og gleði í drungalegum heimi.
Umsjónarmanni Tón-lystar-þáttar Feykis fannst því við hæfi nú í upphafi ársins 2021 að poppa pínu og skella saman lista af nokkrum bráðsmellnum smellum frá liðnu ári. Sumt af þessu stöffi er kannski tæknilega séð eldra en öll eiga lögin það sameiginlegt að hafa rúllað nokkuð látlaust á leiklistum ársins meðan unnið var við uppsetningu á 48 tölublöðum Feykis.
Allt er þetta eðalpopp, sumt vinsælt og annað ekki eins vinsælt. Þeir sem lifa fyrir hart rokk finna fátt við hæfi hér. Ef smellt er á lagaheitin liggur myndband að baki. Hefjum leik á 20 utanlandslögum. Góða skemmtun.
Watermelon Sugar - Harry Stiles
Spotlight - Jessie Ware
Say So - Doja Cat
Murphy's Law - Roisan Murphy
Natalie Don't - RAYE
Midnight Sky - Miley Cyrus
To Die For - Sam Smith
Levitating - Dua Lipa
Supalonely - BENEE
my future - Billie Eilish
Only Time Makes It Human - King Princess
Mirrorball - Taylor Swift
Club - Kelsea Ballerini
Hold On - Hootie & The Blowfish
All Together Now - Ok Go
Dynamite - BTS
Rockstar - DaBaby feat. Roddy Ricch
Blinding Lights- The Weeknd
Real Groove - Kylie Minogue
Fuck It I Love You - Lana Del Ray
- - - - - -
Því næst skellum við í tíu innanlandslög. Helgi Björns og Reiðmenn Vindanna héldu lífinu í landsmönnum með músík í beinni framan af faraldrinum og síðan skellti fjörkálfurinn Ingó Veðurguð í nokkur guðdómleg gigg með haustinu. Zoom og Teams flutningar voru á hverju strái og í Skagafirði steig ungt tónlistarfólk á svið í Bifröst helgina fyrir jól og streymdi jólatónleika við frábærarar undirtektir. Reyndar varð vart þverfótað fyrir jólatónleikum allan desember í sjónvörpum landsmanna.
Á listanum eru lög með Ásgeiri frá Laugarbakka, Valdísi Króksara, Skagfirðingnum Sigrúnu Stellu í Kanada og þá á Elín Hall, tengdadóttir Skagafjarðar, lag á listanum.
Visitor - Of Monsters and Men
Think About Things - Daði og gagnamagnið
Af og til - GDRN
Esjan - Bríet
Until Daybreak- Ásgeir
Hold On To Our Love - VALDIS
Upp að mér - Elín Hall
Það bera sig allir vel - Helgi Björns og Reiðmenn vindanna
Sideways - Sigrún Stella
Í kvöld er gigg - Ingó Veðurguð
- - - - - -
Takk fyrir 2020!
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.