Feykir kominn í rafrænt form
Rafrænn Feykir er nú fáanlegur í áskrift á netinu og hægt að velja um þrjár áskriftir. Í fyrsta lagi áskrift að prentútgáfunni, sem einnig gefur aðgang að rafrænum Feyki og öllum læstum fréttum á Feyki.is, í öðru lagi aðgang að rafrænum Feyki og öllum læstum fréttum á Feyki.is og loks rafrænn aðgangur að nýjasta tbl. Feykis og læstum fréttum í viku inni á Feyki.is.
Þetta er gert til að auka þjónustuna við áskrifendur og lesendur Feykis sem nú geta nálgast blaðið snemma á útgáfudegi. Búast má við að stærri greinar og þættir sem birtast í blaðinu verði læstar á forsíðu Feykis.is en aðgengilegar þeim sem hafa skráð sig í einhverra hinna þriggja áskriftaleiða sem að framan greinir.
Svona munu læstar fréttir birtast þeim sem ekki eru í áskrift.
Inngangurinn verður hverjum aðgengilegur
en annað einungis áskrifendum.
Hingað til hefur það verið undir duttlungum blaðamanna komið hvort viðtöl eða þættir birtist á netinu og þá hvenær. Hefur meginreglan verið sú að greinar, sem nokkur vinna liggur að baki, birtist ekki fyrr en í fyrsta lagi eftir að áskrifendur hafi fengið blaðið í hendur, enda þeir sem borga blaðamönnum launin.
Það er von Feykis að þessi nýbreytni mælist vel fyrir hjá lesendum nær og fjær og verði jafnvel til þess að fjölgi í áskrifendahópnum.
HÉR er hægt að gerast áskrifandi. Rétt er að árétta að áður en nokkuð er gert þarf að STOFNA AÐGANG.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.