Davis Geks áfram með Tindastól

Davis Geks. MYND DAVÍÐ MÁR
Davis Geks. MYND DAVÍÐ MÁR

Körfuknattleiksdeild Tindastóls gaf frá sér tilkynningu fyrir stuttu að samið hafi verið við Davis Geks um að leika áfram með liðinu á næsta tímabili 2024-2025. Davis Geks samdi fyrst við Tindastól í febrúar 2023 og varð hann Íslandsmeistari með liðinu það ár.

Á Facebooksíðu Körfuknattleiksdeildarinnar segir að Davis Geks sé frábær skotmaður og góður varnamaður ásamt því að vera frábær náungi. Það er mikil gleði tíðindi að Davis og fjölskylda hafi framlengt veru sína í Skagafirði.

Jafnframt kemur fram að þeir Pétur Rúnar Birgisson, Ragnar Ágústsson, Sigtryggur Arnar Björnsson og Adomas Drungilas eru allir með samning út næsta tímabil 2024 - 2025. 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir