Gagnvirkt vefsvæði fyrir ferðalagið
Markaðsstofur landshlutanna, MAS, hafa ýtt úr vör samstarfsverkefni sem miðar að því að auðvelda og hvetja enn frekar til ferðalaga innanlands. Verkefnið er liður í að auka á dreifingu ferðamanna um landið sem og styðja við uppbyggingu íslenskrar ferðaþjónustu í kjölfar heimsfaraldurs. Þetta er langstærsta verkefni sem MAS hefur ráðist í.
Verkefnið ber yfirskriftina Upplifðu og er sannkölluð stafræn bylting þegar kemur að skipulagningu ferðalaga um Ísland sem og einstök upplýsingagátt. Allar sex markaðsstofur landshlutanna, Markaðsstofa Vesturlands, Markaðsstofa Vestfjarða, Markaðsstofa Norðurlands, Austurbrú, Markaðsstofa Reykjaness og Markaðsstofa Suðurlands sameinast í verkefninu.
Um ræðir gagnvirkt vefsvæði, www.upplifdu.is þar sem notendum gefst kostur á að sníða ferðalagið nákvæmlega eftir sínu höfði og fá aðstoð við að sjá hvað er í boði á hverjum stað, fá nákvæma tímaáætlun milli áfangastaða og síðast en ekki síst, uppgötva nýja möguleika á myndrænan hátt.
Sjá enn frekar : www.upplifdu.is
/Fréttatilkynning
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.