Blönduósbær auglýsir eftir menningar-, íþrótta- og tómstundafulltrúa
Blönduósbær auglýsir nýtt starf menningar-, íþrótta- og tómstundafulltrúa laust til umsóknar. Hann á að hafa faglega umsjón með öllu menningar-, íþrótta- og tómstundastarfi Blönduósbæjar í góðu samstarfi við hlutaðeigandi aðila, að því er segir í tilkynningu á vef Blönduósbæjar. Þar kemur fram að starf forstöðumanns æskulýðsmiðstöðvar verður lagt niður, enda muni umsjón og þróunarvinna með starfsemi félagsmiðstöðvarinnar Skjólsins falla undir nýja starfi og eru áform uppi um að þróa nýtt frístundaheimili Blönduósbæjar.
Menningar-, íþrótta og tómstundafulltrúi verður einnig tengiliður við Landlæknisembættið og umsjónaraðili með verkefninu Heilsueflandi samfélag sem Blönduósbæjr hefur sótt um og hefst síðar á árinu. Hann heyrir beint undir sveitarstjóra og hefur starfsaðstöðu á skrifstofu Blönduósbæjar. Hann á að starfa í nánu samstarfi við stjórnendur grunnskóla og íþróttamiðstöðvar, ásamt því að vera tengiliður við félagasamtök sem eru með skipulagða íþrótta- og tómstundastarfsemi í sveitarfélaginu.
"Hér er um að ræða fjölbreytt og skemmtilegt tækifæri fyrir skapandi og skipulagðan einstakling til þess að taka þátt í að móta nýtt starf í vaxandi samfélagi," segir í tilkynningunni. Umsóknarfrestur er til 20. ágúst næstkomandi.
Markmið og verkefni:
- Verkefnavinna og stefnumótun fyrir menningar- íþrótta- og tómstundamál.
- Vinna náið með menningar- íþrótta- og tómstundanefnd sveitarfélagsins.
- Umsjón og þróunarvinna með starfsemi félagsmiðstöðvarinnar Skjólsins.
- Er tengiliður sveitarfélagsins við félagasamtök sem eru með skipulagða íþrótta- og tómstundastarfsemi í sveitarfélaginu, á grundvelli samninga.
- Vinnur í nánu samstarfi við stjórnendur grunnskóla og íþróttamiðstöðvar.
- Er tengiliður og umsjónarmaður með verkefninu Heilsueflandi samfélag.
- Verkefnastjórn við hátíðahöld og aðra viðburði á vegum sveitarfélagsins.
- Önnur verkefni á þessu sviði sem viðkomandi er falið af sveitarstjóra.
Hæfniskröfur:
- Háskólamenntun á sviði tómstunda- og félagsmálafræði, eða önnur menntun sem nýtist í starfi.
- Góðir forystu-, skipulags- og samskiptahæfileikar.
- Reynsla og þekking af íþrótta- og tómstundastarfi.
- Mikill áhugi á velferð íbúa og hæfni til að eiga samskipti við alla aldurshópa.
- Frumkvæði, jákvætt hugarfar og hugmyndaauðgi.
Launakjör erum samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Hreint sakavottorð er skilyrði fyrir ráðningu. Umsækjendur af öllum kynjum eru hvattir til að sækja um starfið. Nánari upplýsingar veitir Valdimar O Hermannsson, sveitarstjóri, valdimar@blonduos.is Starfið er laust samkvæmt nánara samkomulagi, Umsóknum skal skilað á netfangið, blonduos@blonduos.is Umsóknarfrestur er til 20. ágúst 2020.
Auglýsingu um starfið má sjá hér.
/Fréttatilkynning
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.