Birgir Jónasson nýr lögreglustjóri á Norðurlandi vestra

Birgir Jónasson
Birgir Jónasson

Birgir Jónasson hefur verið skipaður í embætti lögreglustjóra á Norðurlandi vestra frá 19. júlí. Það er Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, sem skipar hann í embættið. 

Í tilkynningu frá Dómsmálaráðuneytinu
kemur fram að Birgir hefur lokið meistaraprófi og MBA gráðu í lögfræði og prófi frá Lögregluskóla ríkisins. 

Hann starfaði árin 1994-2002 við almenn löggæslustörf og á árunum 2002-2007 var hann lögreglufulltrúi hjá ríkislögreglustjóra. Frá 2007-2009 starfaði hann sem laganemi og síðar lögfræðingur hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu. 

Birgir vann hjá embætti sérstaks saksóknara á árunum 2009-2016, fyrst sem sérfræðingur og svo sem ákærandi. Hann starfaði á sviði innri endurskoðunar hjá Arion banka á árunum 2016-2018 og undanfarin ár hefur hann starfað í greiningardeild ríkislögreglu frá árinu 2019 auk þess að sinna kennslustörfum á háskólastigi. 

/SMH

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir