Alexandra áfram sveitarstjóri á Skagaströnd
Alexandra Jóhannesdóttir, sem gegnt hefur starfi sveitarstjóra Sveitarfélagsins Skagastrandar, mun gegna starfinu áfram en á fundi sveitarstjórnar í dag var endurnýjaður ráðningarsamningur við hana staðfestur. Alexandra mun því gegna starfinu næstu fjögur ár.
„Ætli það sé þá ekki kominn tími til að hætta að þráast við og fjárfesta loksins í almennilegri skóflu, hlífðargleraugum og snjógalla eins og sönnum Skagstrendingi sæmir!“ skrifar Alexandra létt á Facebook-síðuna sína í tilefni af endurráðningunni. Hún tekur einnig fram að hún og Olli, „aðstoðarsveitarstjórinn,“ munu að sjálfsögðu halda áfram að gera sitt besta og eru spennt fyrir þeim áskorunum og tækifærum sem eru framundan.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.